Vegfarendur í Reykjanesbæ hvattir til að aka með gát
Í nýjasta tölublaði Víkurfrétta er vakin sérstök athygli á því að yfir sumartímann fjölgi börnum í leik á opnum svæðum og við umferðargötur. Þótt ýmsum finnist spennandi að kitla pinnann er hámarkshraði í íbúahverfum 30 km/klst. Ennfremur er tekið fram að hraðamælingar séu í íbúahverfunum. Synd að eyða sumarpeningum sínum í sektir.