Vegfarendur gera athugasemdir við illa staðsetta bifreið á Grindavíkurvegi
Bifreið sem gaf upp öndina fyrir einhverjum dögum er að valda vegfarendur um Grindavíkurveg hugarangri, þar sem bifreiðinni er lagt í vegarkant í beygju á móts við Seltjörn. Hefur verið kvartað til lögreglu vegna staðsetningar á bílnum og bent á að staðsetningin gætri valdið slysahættu. Lögreglan ætlar að reyna að hafa upp á eiganda bílsins í dag til þess að fjarlægja bifreiðina.