Vegfarandi veitti skjól eftir bílveltu
Rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi var tilkynnt um bílveltu á Grindavíkurvegi. Er lögreglan kom á vettvang var ökumaður kominn út úr bifreiðinni og beið eftir lögreglu og sjúkrabifreið í annarri bifreið sem átti leið hjá. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur til skoðunar hjá lækni. Ökumaður var vankaður eftir veltuna og má teljast nokkuð heppin að sleppa svo vel frá. Bifreiðin er gjörónýt og var flutt af vettvangi með kranabifreið.