Vegfarandi fann kannabis
Vegfarandi kom á lögreglustöð lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni og afhenti kannabisefni í litlum plastpoka með smellulás. Hann kvaðst hafa fundið efnið við garðinn heima hjá sér.
Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af karlmanni um þrítugt, er reyndist vera með um eitt gramm af kannabisefni í fórum sínum, sem hann framvísaði strax og lögregla ræddi við hann.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800 5005 þar sem hægt er að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál undir nafnleynd.