Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vegagerðin: Tvöföld Braut verði opnuð í október
Miðvikudagur 19. mars 2008 kl. 17:02

Vegagerðin: Tvöföld Braut verði opnuð í október

Vegagerðin hefur boðið út að nýju tvöföldun Reykjanesbrautar, eða þann hluta hennar sem enn var ólokið þegar Jarðvélar sögðu sig frá verkinu og fóru síðar í gjaldþrot.

Í útboðinu felst lok á syðri akbrautinni, lok á fyllingum að brúm og frágangur fláa auk nauðsynlegarar landmótunar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áður hafði verið samið við Eykt um að klára brúarmannvirki.

Útboðið kveður á um að kaflinn sem um ræðir verði opinn umferð frá 16. október nk. og verkinu verði að fullu lokið þann 1. júní 2009.


Tilboð verða opnuð þann 8. apríl.