Vegagerðin taki út tjón við Ægisgötu
Reykjanesbær bíður eftir því að fulltrúar Vegagerðarinnar komi og taki út skemmdir sem urðu á sjóvarnagörðum í rauðu óveðurslægðinni síðast föstudag. Þegar Vegagerðin hefur fengið yfirsýn yfir skemmdirnar verður ráðist í hreinsun og viðgerðir.
Guðlaugur Helgi Signurjónsson, sviðsstjtóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að hreinsun á grasbalanum bíði þess að frysti. „Okkur langar í frost,“ segir Guðlaugur því þannig megi takmarka frekara tjón við hreinsunarstarfið.