Vegagerðin: Stafnesvegur brátt lagaður
Vegagerðin hyggur á lagfæringar á Stafnesvegi með vorinu. Þetta sagði Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, í samtali við Víkurfréttir í dag. Miklar skemmdir eru nú á veginum vegna mikillar umferðar út að strandstað Wilson Muuga.
„Við höfum verið að skoða þetta mál, en vegurinn var á viðhaldsáætlun fyrir strandið. Þar var ákveðin aðgerð í gangi, yfirlögn á kafla og annað, en það verður endurskoðað hvort meira þurfi til þegar endanlega verður gengið frá henni með vorinu.“
Mynd: Ástand vegarins er ansi bágborið