Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 30. apríl 2002 kl. 11:00

Vegagerðin mælir litlar breytingar á umferðarhraða um Reykjanesbraut

Hjálmar Árnason alþingismaður hefur fengið svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn um það hvort orðið hafi mælanleg breyting á umferðarhraða og tíðni umferðarslysa á Reykjanesbraut eftir að embætti sýslumanna í Hafnarfirði, Keflavík og á Keflavíkurflugvelli hófu mark visst eftirlit á brautinni?Í svari Sólveigar Pétursdóttur ráðherra kemur fram að eftirlit var aukið árið 2000. Mat lögreglustjóraembættanna er að umferðarhraðinn hafi minnkað, einkum fyrstu mánuðina. Engu að síður er hann enn of mikill. Lögreglan hefur lagt áherslu á að jafna hraðann og gera aksturinn hindrunarlausan og telur að þannig megi fækka umferðaróhöppum. Tölur um árangur af hertu eftirliti lögreglunnar eru sem hér segir:

Árið 2000.
1.905 kærðir fyrir of hraðan akstur.
213 umferðaróhöpp 40 slys í þessum óhöppum, 4 banaslys.
69 kærðir fyrir ölvun við akstur.

Árið 2001.
2.063 kærðir fyrir of hraðan akstur.
167 umferðaróhöpp 28 slys í þessum óhöppum, 1 banaslys.
61 kærðir fyrir ölvun við akstur.

Vegagerðin hefur um árabil mælt hraða á Reykjanesbraut með ratsjá. Einungis er mældur hraði þeirra bifreiða sem eru á frjálsri ferð, þ.e. óháðar öðrum bifreiðum. Niðurstaða Vegagerðarinnar er að litlar breytingar hafi orðið á meðalhraða í umferðinni á þeim tíma sem hér um ræðir. Þó kunni að hafa dregið úr ofsaakstri á Reykjanesbraut, en um það verði ekkert fullyrt á þessu stigi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024