Vegagerðin heimilar Áhugahóp um örugga Reykjanesbraut að setja skilti við brautina

Varðandi kostnað áhugahópsins við skiltinn var hann áætlaður um 200 þús. kr. fyrir utan uppsetingu og snyrtingu í kringum skiltin en nú hefur Vegagerðin ákveðið að sjá um uppsetninguna en Merking - skiltafyrirtæki í Reykjavík ákvað í gær að gefa sýna vinnu við skiltin sjálf. „Við söfnuðum á sýnum tíma dágóðri upphæð og sem við höfum notað í kynningarefni og annan kostnað og enn eru einhverjur aura til á reikningi hópsins. Ég átti nokkur símtöl við forsvarsmenn Merkingar varðandi skiltin og kostnað sem endaði með því að þeir ákváðu að nýta eldri merki og gera nýtt á þeim grunni okkur algjörlega að kostnaðarlausu. Þetta framlag sýnir því enn og aftur áhuga og vilja einstaklinga og fyrirtækja að styðja verkefnið sem við erum að halda utan um. Fyrir þetta og önnur framlög erum við mjög þakklát,“ sagði Steinþór Jónsson.
Hvað varðar aðra þætti málsins hefur hópurinn verið í sambandi við bæði samgönguráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra reglulega og þeir báðir fylgt málinu vel eftir. Í síðustu viku sendi Sólveig Pétursdóttir hópum Umferðaröryggisáætlun ársins 2002 - 2012 og er hópurinn að kynna sér hann á þessum vikum. Þá mun Steinþór eiga fund með Sturlu Böðarssyni í þessari viku þar sem farið verður yfir gang mála varðandi tvöföldunina sjálfa, næstu aðgerðir og tímasetningar verklegra framkvæmda.