Vegagerðin bætir merkingar
Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa unnið að því í allan morgun að bæta merkingar á þeim kafla Reykjanesbrautarinnar þar sem tíð umferðarslys hafa verið að undanförnu. Settar hafa verið merkingar til að aðskilja akreinar frá Vogavegi og upp á Vogastapa. Þá hafa verið sett upp áberandi merki sem gefa til kynna að umferð sé á móti.