Vefur Sveitarfélagsins Garðs hrundi

Vefur Sveitarfélagsins Garðs er á meðal fjölda vefsíða sem liggja niðri eftir að algjört hrun varð hjá vefþjónustufyrirtæki sveitarfélagsins.

Þó nokkur fyrirtæki og félög á Suðurnesjum eru með heimasíður sínar í hýsingu hjá 1984.is og þar er staðan sú sama, síðurnar liggja niðri og ekki er vitað hvenær tekst að koma þeim aftur í loftið og hvort gögn hafi tapast.