VEFTV: Var að tala um Geysi Green
- Árni Sigfússon svarar gagnrýni A-listans vegna ummæla í sumar um eignarhluti í HS -
Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ hafa í umræðunni um sameiningu orkufyrirtækjanna og eignarhald í Hitaveitu Suðurnesja, ítrekað bent á að málin hafi þróast í allt aðra átt heldur en talað var um í sumar þegar Geysir Green kom inn í HS.
Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi A-listans kom inn á þetta á miklum hitafundi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudaginn og segir það ekki undir neinum kringumstæðum ásættanlegt að einhverjir aðilar eignist 48% hlut í Hitaveitunni. Það sé algörlega í andstöðu við það sem bæjarstjóri hafi sagt í sumar um að aðrir myndu ekki eignast meira en Reykjanesbær í Hitaveitunni.
Þau ummæli sem þarna er vísað voru sögð á bæjarstjórnarfundi þann 5. júlí í sumar um það leyti sem Geysir Green var að kaupa hluti sveitarfélaganna í HS.
Þá sagði Árni þetta:
„Guðbrandur talar um að það sé önnur staða í stjórn Hitaveitunnar, Reykjanesbær verði með 40%, Geysir Green 44%, Hafnarfjörður 15%. Alla vega, það sem snýr að Geysi Green alveg á hreinu, það verður aldrei. Það er alveg á hreinu að Reykjanesbær ætlar að standa með sterka stöðu og Geysir Green fer ekki yfir eignastöðu Reykjanesbæjar”
Árni leggur áherslu á að hann hafi verið að tala um Geysi Green í þessu sambandi. GGE eigi 32% í Hitaveitunni og Reykjanesbær 34%. „Það sem er að gerast núna, er að þetta fyrirtæki REI, með hjálp Orkuveitunnar, sem þessir sömu[A-listinn] prísuðu í hástert fyrir að væru að bjarga einhverju í Hitaveitunni, það fyrirtæki er að koma inn. Við stöndum frammi fyrir því að það fyrirtæki sé að eignast hærri hlut heldur en við. Ég er í sjálfu sér ekkert búinn að taka afstöðu til þess að vera á móti því,“ segir Árni og bendir á að GGE og REI séu góðir samstarfsaðilar til að vinna að ýmsum framfaramálum hér á svæðinu.
Sjá nánar viðtal við Árna í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vefnum.
Bæjarfulltrúar A-listans í Reykjanesbæ hafa í umræðunni um sameiningu orkufyrirtækjanna og eignarhald í Hitaveitu Suðurnesja, ítrekað bent á að málin hafi þróast í allt aðra átt heldur en talað var um í sumar þegar Geysir Green kom inn í HS.
Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi A-listans kom inn á þetta á miklum hitafundi í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudaginn og segir það ekki undir neinum kringumstæðum ásættanlegt að einhverjir aðilar eignist 48% hlut í Hitaveitunni. Það sé algörlega í andstöðu við það sem bæjarstjóri hafi sagt í sumar um að aðrir myndu ekki eignast meira en Reykjanesbær í Hitaveitunni.
Þau ummæli sem þarna er vísað voru sögð á bæjarstjórnarfundi þann 5. júlí í sumar um það leyti sem Geysir Green var að kaupa hluti sveitarfélaganna í HS.
Þá sagði Árni þetta:
„Guðbrandur talar um að það sé önnur staða í stjórn Hitaveitunnar, Reykjanesbær verði með 40%, Geysir Green 44%, Hafnarfjörður 15%. Alla vega, það sem snýr að Geysi Green alveg á hreinu, það verður aldrei. Það er alveg á hreinu að Reykjanesbær ætlar að standa með sterka stöðu og Geysir Green fer ekki yfir eignastöðu Reykjanesbæjar”
Árni leggur áherslu á að hann hafi verið að tala um Geysi Green í þessu sambandi. GGE eigi 32% í Hitaveitunni og Reykjanesbær 34%. „Það sem er að gerast núna, er að þetta fyrirtæki REI, með hjálp Orkuveitunnar, sem þessir sömu[A-listinn] prísuðu í hástert fyrir að væru að bjarga einhverju í Hitaveitunni, það fyrirtæki er að koma inn. Við stöndum frammi fyrir því að það fyrirtæki sé að eignast hærri hlut heldur en við. Ég er í sjálfu sér ekkert búinn að taka afstöðu til þess að vera á móti því,“ segir Árni og bendir á að GGE og REI séu góðir samstarfsaðilar til að vinna að ýmsum framfaramálum hér á svæðinu.
Sjá nánar viðtal við Árna í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vefnum.