VefTV: Nanna Bryndís og Brynjar taka lagið
Leika lagið Kids með MGMT
Í vikunni veittu Víkurfréttir Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur og Brynjari Leifssyni nafnbótina Suðurnesjamenn ársins 2012. Þau eru meðlimir í hljómsveitinni Of Monsters and Men sem er vinsælasta hljómsveit Íslands um þessar mundir og nýtur velgengi víða erlendis.
Víkurfréttir fengu þau Nönnu og Brynjar í viðtal þar sem þau ræddu árið sem er að líða og hvernig upplifun það sé að vera í hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu.
Auk þess að koma í viðtal þá tóku þau einnig lagið. Þá tóku lagið Kids með hljómsveitinni MGMT og má heyra flutning þeirra í myndbandinu hér að neðan. Lagið var tekið upp í hljóðveri Geimsteins í Reykjanesbæ.