Fréttir

VefTV: Hreinn kísill eftirsótt vara í útlöndum
Magnús með ráðherrum eftir skóflustunguna í Helguvík.
Miðvikudagur 27. ágúst 2014 kl. 16:19

VefTV: Hreinn kísill eftirsótt vara í útlöndum

Tuttugu og fimm hluthafar eru í United Silicon fyrirtækinu sem nú hefur hafið framkvæmdir við nýja kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri, segir að það sé mikill og vaxandi áhugi á hreinum kísil í útlöndum.
Kostnaður við fyrsta áfanga er um 12 milljarðar en stefnt er að því að byggja fjóra áfanga á næstu tíu árum. Magnús segir að samstarf við Reykjanesbæ og fleiri aðila hafi haft jákvæð áhrif á verkefnið en úrslitaatriði hafi verið að ná nýjum erlendum samstarfsaðilum og raforkusamningi. Hundruð starfa verða til á uppbyggingartímanum og síðan 60 störf í verksmiðjunni eftir opnun, og fjölmörg önnur í tengslum við rekstur verksmiðjunnar.

Magnús er hér í viðtali við Pál Ketilsson ritstjóra Víkurfrétta að lokinni skóflustungu í Helguvík.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024