Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

VefTV: Auglýsa eftir bæjarstjóra og taka út fjármálin
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 16:05

VefTV: Auglýsa eftir bæjarstjóra og taka út fjármálin

- segja oddvitarnir þriggja flokka sem munu stjórna næstu bæjarstjórn Reykanesbæjar

Oddvitar þriggja flokka, Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar, þeir Guðbrandur Einarsson, Gunnar Þórarinsson og Friðjón Einarsson eru bjartsýnir á framtíð nýrrar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar en þeir skrifuðu í dag undir samstarfssamning um stjórnun bæjarins næstu fjögur árin.
Þeir voru allir ánægðir með niðurstöður kosninganna í Reykjanesbæ og sögðu greinilegt að vilji hafi verið meðal bæjarbúa um breytinga á stjórnun bæjarins. Það hafi því verið skylda þeirra að ræða saman, sem þeir og gerðu með þeirri niðurstöðu að flokkarnir ætla að starfa saman í nýrri bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

Síðasti fundur núverandi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar verður nk. þriðjudag en ný bæjarstjórn tekur við um miðjan mánuðinn. Páll Ketilsson ræddi við þá þremenninga eftir undirritun samningsins í dag.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024