Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vefsjónvarp: Sunnu Líf bjargað af hafsbotni
Miðvikudagur 23. janúar 2008 kl. 19:00

Vefsjónvarp: Sunnu Líf bjargað af hafsbotni

Í dag hefur verið unnið að björgun 18 tonna netabáts, Sunnu Lífar KE, sem sökk í höfninni í Keflavík. Gat kom á skrokk bátsins þegar hann barðist utan í bryggjuna í óveðrinu í fyrrinótt og sökk báturinn á nokkrum mínútum. Kafarar frá Köfunarþjónustu Sigurðar Stefánssonar hafa í allan dag unnið að því að koma bátnum af hafsbotni. Hann var síðan hífður upp síðdegis og sjó dælt úr honum. Fulltrúar frá Sjóvá munu í framhaldinu meta tjónið á bátnum.


- sjá einnig í vefsjónvarpi Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024