Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vefsíða fyrir aðdáendur myndar Clint Eastwoods
Miðvikudagur 3. ágúst 2005 kl. 10:54

Vefsíða fyrir aðdáendur myndar Clint Eastwoods

Það eru ekki bara Suðurnesjamenn sem fylgjast með gangi mála í mynd Clint Eastwoods, Flag of our fathers. Æstir aðdáendur myndarinnar hafa nú þegar komið sér upp vefsíðu þar sem hægt er að nálgast urmul upplýsinga. Meðal annars má sjá myndir af komu hergagna til landsins, en Eimskip sá að mestu um flutninginn.

Auk myndanna er hægt að fylgjast með nýjustu fréttum um kvikmyndina hverju sinni og er spjallsvæði síðunnar mikið notað, þó ekki sé alltaf  hægt að marka sögurnar þar. Hægt er að nálgast varning tengdan myndinni og tíðaranda hennar, eins og bækur, tónlist og tímarit. Úrvalið mun eflaust aukast þegar nær dregur útgáfu myndarinnar.

Þá er hægt að lesa sig til um söguna sem myndin byggir á og er úttektin fremur ítarleg. Síðan er virkilega vönduð í alla staði og sniðin að þeim sem eru hvað áhugasamastir um myndina.

Hægt er að skoða vefsíðuna með því að smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024