Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vefbókunarkerfi tekið í notkun í sumar
Sunnudagur 17. mars 2013 kl. 17:56

Vefbókunarkerfi tekið í notkun í sumar

Frá og með 1. júní þarf að bóka tíma til að komast í Bláa Lónið

Breytingar verða á þjónustu Bláa Lónsins á næstu vikum. Til stendur að gestir bóki á vefnum heimsókn í lónið og að sögn kynningarstjóra er þetta gert til þess að standa vörð um auðlindina og sjálfbærni hennar. Frá þessu greinir ruv.is.

Á síðasta ári lögðu tæplega 600 þúsund gestir leið sína í Bláa Lónið. Þar af komu 112 þúsund til að skoða staðinn án þess þó að fara ofan í lónið. Frá og með fyrsta júní þurfa þeir að greiða 10 evrur fyrir heimsóknina - eða um 1600 krónur. Tilgangurinn með heimsóknargjaldinu er að sögn kynningarstjóra lónsins að vernda staðinn, sem er eitt af 25 undrum veraldar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einni evru af hverjum tíu verður varið til uppbyggingar ferðaþjónustunnar á Reykjanesi, meðal annars við gerð gangstíga og merkinga. Magnea Guðmundsdóttir er kynningarstjóri Bláa Lónsins og hún segir þetta vera í takt við þá þróun sem kannski þurfi að eiga sér stað á Íslandi. Hún segir ósköp eðlilegt að staðurinn anni ekki þessum mikla fjölda.

Til að koma í veg fyrir að langar raðir myndist verður vefbókunarkerfi tekið í notkun þann fyrsta júní næstkomandi. „Það er í raun og veru ákveðinn fjöldi sem getur bókað sig á hverjum tíma dags og það miðast við þann fjölda sem rúmast  í búnings-og baðaðstöðu. Með þessu móti viljum við koma til móts við gestina. Fólk kemur og getur nýtt tímann á Íslandi enn betur. Og notið þess að skoða náttúruna í kring og fara síðan í Bláa Lónið á þeim tíma sem það hefur ákveðið,“ segir Magnea.