Veðurstofan fylgist grannt með þróun gasmengunar
Veðurstofan fylgist grannt með þróun gasmengunar frá eldgosinu í Geldingadal. Norðlægar áttir eru ríkjandi næstu daga og útlit fyrir að gasmengun berist til suðurs. Á vef Veðurstofunnar er að finna kort sem sýna þau svæði sem geta orðið útsett fyrir gasmengun.
Fylgst er með gasmælum allan sólahringinn og almannavarnir látin vita ef gildi fara upp fyrir hættumörk. Á þeim stöðum þar sem ekki eru gasmælar, er fólk hvatt til að fylgja leiðbeiningum Umhverfisstofnunar varðandi viðbrögð við gasmengun ef hennar verður vart.
Ítarlegri umfjöllun er að finna á vef Veðurstofunnar: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/landris-hefur-maelst-vid-fagradalsfjall-sidan-i-april