Veðurspá: Gott veður framundan
Veðurspáin fyrir Ljósanótt er sífellt að skána og nú er gert ráð fyrir að brátt stytti upp og veður lægi. Ámorgun er svo útlit fyrir skaplegasta veður, sól og hægviðri.
Nýjasta spá á www.vedur.is er svohljóðandi:
Vestan 8-15 m/s, skýjað og smáskúrir. Hægari síðdegis. Snýst í norðan 3-8 og léttir til í kvöld. Hæg norðaustlæg átt og bjart á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
VF-mynd/Þorgils - Frá Duus-túni í gær. Gestir létu bleytuna ekki á sig fá og klæddu sig eftir veðri.