Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 7. mars 2003 kl. 09:03

Veðurhorfur: Skýjað og úrkomulítið

Klukkan 06 í morgun var norðaustan átt, víða 8-15 m/s, en austan 13-18 m/s allra syðst. Skýjað að mestu og þurrt, en sums staðar dálítil él norðan- og austantil. Hlýjast 5 stiga hiti í Vestmannaeyjum, en kaldast við Mývatn, 3 stiga frost. Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:

Viðvörun: Búist er við stormi (meira en 20 m/s) við suðurströndina í dag.
Norðaustlæg átt, víða 13-18 m/s og hvassast á annesjum. Dálítil él um landið norðanvert, en annars skýjað með köflum. Vaxandi vindur og dálítil rigning eða slydda sunnantil síðdegis, allt að 23 m/s við suðurströndina. Dregur heldur úr vindi í nótt, norðaustan og austan 8-13, skýjað með köflum og úrkomulítið á morgun. Hiti 0 til 5 stig, en 0 til 6 stiga frost norðanlands.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Norðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast norðantil. Skýjað og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur fyrir höfuðborgarsvæðið næsta sólarhring: Norðaustan yfirleitt 8-13 m/s, en heldur hægari í nótt. Skýjað og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024