Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 24. janúar 2003 kl. 08:53

Veðurhorfur á bóndadegi

í morgun kl. 06 voru vestan 8-13 m/s og skúrir allra syðst á landinu. Norðaustan- og austanlands voru norðaustan 15-20 m/s og snjókoma eða él, en vestanlands var hæg breytileg átt og stöku él. Hiti var frá 5 stigum í Vestmannaeyjum, niður í 4 stiga frost við Mývatn.
Gert 24.01.2003 kl. 06:50.Veðurhorfur næsta sólarhring fyrir Faxaflóasvæðið: Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en vaxandi austanátt með slyddu undir kvöld. Austan og norðaustan 10-15 í kvöld, en heldur hægari norðlæg átt og skúrir undir morgun. Hiti frá frostmarki upp í 5 stig.

Veðurspá gerð kl. 6:45

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og él norðan- og austanlands í fyrstu, en lægir síðan og rofar til. Suðlæg eða breytileg átt, 5-8 m/s og úrkomulítið suðvestan til. Vaxandi austanátt eftir hádegi, 10-15 m/s og slydda eða rigning sunnan- og austanlands í kvöld og nótt, en úrkomulítið norðvestan til. Norðaustan 8-13 m/s og éljagangur norðaustanlands á morgun, en annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hiti víða nálægt frostmarki, en frost 0 til 5 stig í innsveitum norðanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024