Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðurblíða um jólin
Fimmtudagur 26. desember 2002 kl. 00:56

Veðurblíða um jólin

Veðurblíðan er einstök þessi jól. Þegar fólk vaknaði á jóladagsmorgun mátti sjá sólina gula og fallega hækka á lofti. Ef ekki væri fyrir litla birtu á stystu dögum ársins þá væri auðveldlega hægt að ruglast í tíma-talinu. Er örugglega desember?Kylfingar sem eru duglegastir hafa nýtt sér blíðuna undanfarna daga og vikur. Þeir hafa skotist í birtunni og farið nokkrar holur. Enn aðrir láta sér þó nægja að fara í golfhermi í gamla „hf" í Keflavík en þar er opið yfir hátiðirnar. Þar er hægt að panta tíma í síma Gylfa framkvæmdastjóra í síma 898-1009.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024