Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðurblíða þrátt fyrir spár
Laugardagur 31. júlí 2004 kl. 16:58

Veðurblíða þrátt fyrir spár

Veðrið hefur sannarlega verið með miklum ágætum hér á Suðurnesjum í dag miðað við veðurspár. Hér áttu að vera skúrir í dag og í kvöld átti að þykkna enn meira upp með roki og rigningu.

Lítið hefur þó borið á slíku og má segja að hafi verið léttskýjað í mestallan dag. Nokkuð hefur blásið, en það er ekkert sem er ekki hægt að klæða af sér með góðu móti. Þeir fáu sem eru ekki að heiman í ferðalagi hafa því notið lífsins og er vonandi að framhald verði á.

Nýjustu veðurfréttir gera ráð fyrir að hann hangi nokkuð þurr í kvöld, en fari að rigna á Suðurlandi á morgun.
VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024