Veður: Þykknar upp á morgun
Í kvöld kl. 21 var suðaustlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Sums staðar þokuloft við austurströndina, annars hálfskýjað eða skýjað og lítilsháttar væta vítt og dreift um landið. Hiti 6 til 18 stig, hlýjast á Mánárbakka.
Yfirlit: Um 600 km SSA af Hvarfi er 990 mb lægð sem grynnist, en langt SV í hafi er vaxandi 988 mb lægð sem þokast NA. Milli Jan Mayen og Noregs er 1024 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Hálfskýjað eða skýjað og stöku skúrir í fyrstu norðantil. Austlæg átt á morgun, 8-15 sunnantil og rigning eða súld, einkum eftir hádegi, en hægari norðantil og bjart veður að mestu. Hiti 10 til 19 stig að deginum, hlýjast norðantil.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum. Austan 5-10 á morgun og þykknar upp, en heldur hvassari sunnantil og rigning öðru hverju. Hiti 10 til 18 stig.
Myndin: Það var þykkur skýjabakki að leggjast yfir Suðurnes nú í kvöld en myndin var tekin við orkuverið í Svartsengi. Sólin barðist á móti og hefur ennþá yfirhöndina þegar þetta er skrifað. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Yfirlit: Um 600 km SSA af Hvarfi er 990 mb lægð sem grynnist, en langt SV í hafi er vaxandi 988 mb lægð sem þokast NA. Milli Jan Mayen og Noregs er 1024 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Hálfskýjað eða skýjað og stöku skúrir í fyrstu norðantil. Austlæg átt á morgun, 8-15 sunnantil og rigning eða súld, einkum eftir hádegi, en hægari norðantil og bjart veður að mestu. Hiti 10 til 19 stig að deginum, hlýjast norðantil.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum. Austan 5-10 á morgun og þykknar upp, en heldur hvassari sunnantil og rigning öðru hverju. Hiti 10 til 18 stig.
Myndin: Það var þykkur skýjabakki að leggjast yfir Suðurnes nú í kvöld en myndin var tekin við orkuverið í Svartsengi. Sólin barðist á móti og hefur ennþá yfirhöndina þegar þetta er skrifað. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson