Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Súld eða slydda í dag og rigning í nótt
Mánudagur 19. janúar 2004 kl. 09:28

Veður: Súld eða slydda í dag og rigning í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan átt með 8-15 m/s. Þá ætti að verða hvassast við suðurströndina fram á morguninn. Spáð er slyddu eða rigningu sunnan og vestan til en annars snjókomu. Þá er gert ráð fyrir fremur hægri og breytilegri átt nálægt hádegi og stöku skúrum eða éljum en suðaustan átt með 5-10 m/s og slyddu austanlands fram til kvölds.
Spáð er austan átt með 5-10 m/s og rigningu sunnan- og vestanlands aðra nótt. Gert er ráð fyrir hlýnandi veðri, hita víðast 0 til 7 stig síðdegis og hlýjast við suðurströndina.

Klukkan 06 voru suðaustan 13-18 m/s við suðurströndina, en annars mun hægari suðaustan eða breytileg átt. Suðvestanlands var skýjað og dálítil súld á stöku stað, en annars staðar snjókoma með köflum. Hlýjast var 5 stiga hiti á Skrauthólum, en kaldast 6 stiga frost á Ólafsfirði.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Suðaustan 8-13 m/s og dálítil slydda eða rigning sunnan- og vestanlands, en annars snjókoma. Lægir víða og styttir upp í dag, en suðaustan 5-10 og rigning eða slydda austanlands til kvölds. Suðaustan 8-13 og rigning eða súld víða um land á morgun, en hægara og úrkomulítið norðaustan til fram eftir degi. Hægt hlýnandi veður og hiti 1 til 7 stig á morgun.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Austlæg átt, 5-10 m/s og dálítil súld eða slydda, en hæg breytileg átt og úrkomulítið þegar kemur fram á daginn. Suðaustan 3-8 og fer að rigna seint í nótt. Hiti 0 til 6 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024