Veður: Stöku skúrir eða él
Í kvöld kl. 18 voru norðaustan 10-18 m/s víða vestantil á landinu, annars hægari norðlæg átt. Skúrir allra syðst, víða él norðanlands, en skýjað með köflum og úrkomulítið annars staðar. Sums staðar vægt frost norðantil á landinu, en hlýjast 7 stiga hiti á Kjalarnesi. Yfirlit: Skammt S af Reykjanesi er 976 mb lægð sem hreyfist hægt SA og liggur lægðardrag NA á Noregshaf. Yfir N-Grænlandi er 1025 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðaustan 10-18 m/s, en hægari um landið austanvert. Dálítil snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en annars stöku skúrir eða slydduél. Norðan 10-15 víða um land á morgun. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands að deginum, en kringum frostmark norðantil. Heldur kólnandi á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Hálfskýjað eða skýjað og stöku skúrir eða él. Norðlægari á morgun. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en víða næturfrost.






