Veður: Snjóar í nótt en smáél á morgun
Í kvöld kl. 21 var austlæg átt, 5-10 m/s, en heldur hvassari suðvestantil. Dálítil snjókoma suðvestan- og vestanlands, sums staðar él austanlands, annars skýjað og þurrt að mestu. Hlýjast 1 stigs hiti í Vestmannaeyjum, en kaldast 9 stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Austlæg átt, víða 5-10 m/s, en heldur hvassari suðvestantil. Snýst í norðvestan og norðan 10-18 í fyrramálið, fyrst vestantil. Skýjað og snjókoma eða él víða um land, þó síst suðaustanlands. Frost 0 til 7 stig, en kólnar talsvert í veðri á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring:
Austlæg átt, víða 8-13 m/s og snjókoma með köflum. Snýst í norðvestan 10-15 í fyrramálið. Hálfskýjað og hætt við smáéljum. Hiti kringum frostmark, en ört kólnandi á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhring:
Austan 5-10 m/s og snjókoma með köflum. Snýst í norðvestan 10-15 í fyrramálið með stöku éljum. Hiti nálægt frostmarki, en ört kólnandi á morgun.
Veðurkort úr Sjónvarpsveðurspánni í kvöld. Af vef Veðurstofu Íslands.