Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Skýjað en hlýtt í dag
Mánudagur 16. ágúst 2004 kl. 08:40

Veður: Skýjað en hlýtt í dag

Í morgun kl.6 var hægviðri og léttskýjað á norðanverðu landinu og suðaustanlands, en annars skýjað og þurrt. Svalast var 3ja stiga hiti í Ásbyrgi, en hlýjast 13 stig á Bjargtöngum.
Yfirlit: Yfir Grænlandi og Jan Mayen er víðáttumikið 1015 mb hæðarsvæði, en við Lófót er nær kyrrstæð 995 mb lægð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og yfirleitt bjart norðanlands, en annars skýjað með köflum. Hiti 10 til 19 stig að deginum, hlýjast vestan til, en mun svalara norðan- og austanlands í nótt.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og skýjað með köflum. Hiti 12 til 19 stig að deginum, en 8 til 12 í nótt.

Heimild: Vefur Veðurstofu Íslands

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024