Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Veður setti strik í Safnahelgi á laugardag
Mánudagur 12. mars 2018 kl. 09:54

Veður setti strik í Safnahelgi á laugardag

Veður setti strik í Safnahelgi á Suðurnesjum sl. laugardag. Mikið snjóaði aðfaranótt laugardagsins og var þungt færi í mörgum íbúðagötum. Það varð til að letja marga í að fara út úr húsi og skoða þau fjölmörgu söfn sem voru opin vegna safnahelgar.
 
Á sunnudag var umferðin mun meiri og gestir fjölmargir sem heimsóttu söfn sveitarfélaganna og einnig söfn í einkaeigu.
 
Meðfylgjandi myndir voru annars vegar teknar á einkasafni Ásgeirs Hjálmarssonar í Garði og einnig á sýningunni Heimskautin heilla, sem er á Þekkinarsetri Suðurnesja í Sandgerði.
 
Nánar um safnahelgina í Víkurfréttum í þessari viku.
 
VF-myndir: Hilmar Bragi

 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024