Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður lægir í kvöld
Föstudagur 26. september 2008 kl. 09:22

Veður lægir í kvöld

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurpsá fyrir Faxaflóa: Gengur í norðaustan vind 13-20 með rigningu og skúrum síðdegis en lægir í kvöld og nótt. Á morgun verður vestan 5-8 og stöku skúrir, hiti 5 til 10 stig.
 
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag:
Vestan 3-8 m/s og skúrir, en þurrt um landið austanvert. Hiti 5 til 10 stig að deginum.
 
Á mánudag:
Snýst í norðaustlæga átt með skúrum eða slydduéljum, og heldur kólnandi veðri, en úrkomulítið suðvestantil.
 
Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með skúrum eða slydduéljum. Svalt í veðri, einkum norðantil.