Veður hamlar starfsemi í Suðurnesjabæ
Skipulagt skólahald fellur niður í leik-, grunn- og tónlistarskólum Suðurnesjabæjar vegna veðurs. Foreldrar- og forráðamenn eru hvattir til þess að fylgjast með upplýsingum og tilkynningum frá skólum.
Íþróttamiðstöðvar og sundlaugar Suðurnesjabæjar eru lokaðar en fólk er hvatt til að fylgjast með frekari tilkynningum.
Skert starfsemi er á skrifstofum Suðurnesjabæjar en hægt er að hringja í síma 425 3000 og senda tölvupóst á [email protected].