Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veður: Góðar veðurhorfur fyir sjómannasunnudaginn
Föstudagur 4. júní 2004 kl. 18:00

Veður: Góðar veðurhorfur fyir sjómannasunnudaginn

Í dag kl.15 var hæg norðaustlæg átt, sums staðar léttskýjað um landið vestanvert, annars skýjað að mestu og stöku skúrir á víð og dreif. Hiti 6 til 16 stig, svalast á annesjum norðan- og austanlands en hlýjast suðvestanlands.

Yfirlit: Um 800 km SV af Reykjanesi er víðáttumikil 989 mb lægð sem þokast NA. Mili Noregs og Færeyja er 1009 mb smálægð, einnig á NA-leið.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir. Austan 8-13 m/s og rigning sunnanlands í nótt og á morgun, súld með austurströndinni, en úrkomulítið á Norðurlandi og Vestfjörðum. Styttir upp og rofar til suðvestanlands síðdegis á morgun. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast vestanlands.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Hæg austlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Austan 8-13 m/s og dálítil rigning, einkum sunnantil í nótt en hægari og norðaustanátt og úrkomulítið á morgun. Hiti 10 til 15 stig.

Helgarveðrið: Fer að rigna með suðurströndinni í kvöld. Á morgun er spáð austanátt með dálítilli rigningu eða súld um sunnan- og austanvert landið. Norðan- og vestantil verður þurrt og víða bjart veður. Hiti 10-18, hlýjast á Vesturlandi. Á sunnudag er útlit fyrir norðaustanátt með súld eða rigningu austan og norðaustanlands, en víða bjart veður annars staðar. Kólnandi, en 12-15 stig að deginum suðvestanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024