Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 12. janúar 2004 kl. 10:50

Veður: 18-23 m/s í kvöld. Dálítil él og vægt frost

Í morgun kl. 09 var norðlæg átt, víða 13-18 m/s norðan- og vestanlands en hægari vindur á Suður- og Austurlandi. Slydda eða snjókoma var á norðanverðu landinu, en skýjað og úrkomulítið syðra. Hlýjast var 5 stiga hiti í Seley, en kaldast 3ja stiga frost í Bolungarvík, Æðey og á Haugi í Miðfirði.

Veðurhorfur á landinu til kl.18 á morgun:
Viðvörun:
Búist er við stormi (meira en 20 m/s) norðvestan- og vestanlands.
Vaxandi norðan- og norðaustanátt, víða 18-23 m/s í kvöld en hægari vindur sunnan- og austanlands. Talsverð slydda eða snjókoma á norðanverðu landinu og rigning austast, en dálítil él suðvestanlands. Hiti nálægt frostmarki víðast hvar.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun: Vaxandi norðaustanátt, víða 18-23 m/s í kvöld. Dálítil él og vægt frost.

Á miðvikudag: Norðan- og norðaustanátt, víða 15-20 m/s og snjókoma eða él, en þurrt sunnan- og suðvestanlands. Frost 0 til 5 stig.

Á fimmtudag: Norðaustan 10-15 m/s og él norðan- og austantil á landinu, en léttskýjað sunnanlands. Frost 1 til 8 stig.

Á föstudag: Austan- og norðaustanátt og víða snjókoma eða él. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag: Suðaustanátt með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu,  en úrkomulítið norðaustanlands. Hlýnandi veður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024