Veðrið: Rigning eða súld fram að helgi
Veðurspá fyrir Faxaflóa: Vestan 5-10 m/s. Skýjað en úrkomulítið. Suðlægari í nótt en suðaustan 10-15 og súld síðdegis á morgun. Hiti 10 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Sunnan- og suðaustanátt, 8-13 m/s vestantil, en mun hægari austantil. Dálítil rigning eða súld um landið sunnan- og vestanvert, en léttskýjað að mestu norðaustan og austanlands. Hiti þar allt að 15 til 20 stig, en 9 til 14 stig vestantil.
Á föstudag:
Austlæg átt, 3-8 m/s, rigning öðru hverju sunnan- og austanlands, en annars skýjað með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á laugardag, sunnudag og mánudag: