Veðrið í dag: bætir í vind síðdegis
Klukkan 6 var austlæg átt, 8-13 m/s við suðurströndina, en annars hægari. Skýjað var með köflum, en úrkomulítið. Kaldast var 7 stiga frost í Húsafelli, en hlýjast 5 stiga hiti allra syðst.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Vaxandi austanátt og þykknar upp, víða 10-15 m/s síðdegis, en 13-18 norðvestan til með kvöldinu. Rigning á sunnanverðu landinu í dag og stöku él fyrir norðan. Snjókoma eða slydda með köflum norðan til í kvöld og nótt, en lægir þá sunnanlands og léttir til. Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða él á norðanverðu landinu á morgun, en hægari og yfirleitt bjart syðra. Hiti 1 til 6 stig sunnanlands í dag og kringum frostmark norðan til, en kólnar á morgun.
Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring:
Vaxandi austanátt og þykknar upp, víða 10-15 m/s síðdegis, en 13-18 norðvestan til með kvöldinu. Rigning á sunnanverðu landinu í dag og stöku él fyrir norðan. Snjókoma eða slydda með köflum norðan til í kvöld og nótt, en lægir þá sunnanlands og léttir til. Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða él á norðanverðu landinu á morgun, en hægari og yfirleitt bjart syðra. Hiti 1 til 6 stig sunnanlands í dag og kringum frostmark norðan til, en kólnar á morgun.