Veðrið: Hiti fer í 25 stig
Faxaflói: Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttir til. Hiti víða 20 til 25 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustanátt, 10-15 m/s með suðausturströndinni og sums staðar norðvestanlands, annars mun hægari. Dálítil væta suðaustan og þokuloft við norður og austurströndina en bjartviðri víðast hvar annars staðar. Hiti víða 15 til 25 stig, hlýjast á SV- og V-landi.
Á föstudag:
Norðaustanátt, skýjað og dálítil rigning austanlands. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast vestanlands.
Á laugardag, sunnudag og mánudag
Fremur hæg austan- og norðaustanátt. Skýjað með köflum og hlýtt áfram.