Veðrið: Hiti fer í 20 stig
Veðurspá fyrir næsta sólarhringinn, landið allt:
Suðaustan 8-13 m/s og víða dálítil væta framan af morgni, en síðan stöku skúrir S- og V-lands. Lægir og léttir til N- og A-til með morgninum, en víða þokuloft á annesjum. Hiti 15 til 22 stig að deginum, hlýjast norðaustan til, en mun svalara í þokuloftinu.
Faxaflói: Suðaustan 8-13 m/s og stöku skúrir. Hiti 15 til 20 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Suðaustan 8-13 m/s og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en annars mun hægari og skýjað með köflum. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag:
Austlæg átt og víða dálítil væta, einkum sunnan- og austanlands. Áfram hlýtt í veðri.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Austlæg átt og dálítil væta sunnanlands. Hlýtt í veðri.
Á föstudag:
Austlæg átt og skýjað með köflum. Hlýtt í veðri.