Veðrið færist í aukana
Veðrið sem skall á suðurströnd landsins snemma í morgun færist nú í aukana. Öllu millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað. Spáð er suðaustan 25-30 m/s við Faxaflóann í dag og enn hvassari hviðum. Þessu fylgir mikil rigning. Fólk er eindregið hvatt til að huga að lausamunum og tryggja að þeir fjúki ekki af stað en nokkuð hefur verið um slíkt í óveðrinu undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá Björgunarsveitinni Suðurnes hefur eitthvað verið um slík útköll í morgun.
Síðdegis snýst til suðlægari áttar með skúrum eða slydduéljum en minnkandi suðvestanátt í nótt. Sunnan 10-18 á morgun og úrkomulítið, en slydda eða snjókoma undir kvöld. Hiti 1 til 8 stig.
Á sunnudag er svo búist við öðrum hvelli, suðaustan og síðar sunnan 15-20 m/s, en allt að 25 m/s vestast á landinu. Slydda eða rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 7 stig.
Mynd: Svona leit athugunarkort veðurstofunnar út kl. 9. Ekki höfðu borist upplýsingar frá Grindavík.
Síðdegis snýst til suðlægari áttar með skúrum eða slydduéljum en minnkandi suðvestanátt í nótt. Sunnan 10-18 á morgun og úrkomulítið, en slydda eða snjókoma undir kvöld. Hiti 1 til 8 stig.
Á sunnudag er svo búist við öðrum hvelli, suðaustan og síðar sunnan 15-20 m/s, en allt að 25 m/s vestast á landinu. Slydda eða rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 0 til 7 stig.
Mynd: Svona leit athugunarkort veðurstofunnar út kl. 9. Ekki höfðu borist upplýsingar frá Grindavík.