Veðrið
Veðrið hefur nú ekki beint leikið við Suðurnesjamenn um helgina. Rignt hefur alla helgina og í gær rigndi eins og hellt væri úr fötu rétt eftir kvöldmatarleyti. Í veðurspá næsta sólarhringinn er búist við hægri suðaustanátt og skúrum. Hiti 10 til 15 stig. Hitinn í morgun kl. 9 var 12 gráður og vindhraði 5 metrar á sekúndu.