Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veðja sameinaðir á sveitarfélagsnafnið Útnes eða Ystabyggð?
Róbert Ragnarsson hefur skráð lénið utnes.is. Hann starfar fyrir sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis.
Mánudagur 19. mars 2018 kl. 09:22

Veðja sameinaðir á sveitarfélagsnafnið Útnes eða Ystabyggð?

Verður heiti sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs nafnið Útnes? Róbert Ragnarsson, sem starfar sem verkefnisstjóri fyrir undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags, hefur skráð lénið www.utnes.is hjá Interneti á Íslandi hf., en það félag heldur utan um skráningar á íslenskum lénum.
 
Nafnanefnd sameinaðs sveitarfélags sendi á dögunum 10 nöfn til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Örnefnanefnd sendi þrjú þeirra nafna, Suðurnesjabæ, Suðurnesjabyggð og Sveitarfélagið Suðurnes til umsagnar hjá sveitarstjórnum á Suðurnesjum.
 
Fjórða nafnið er svo Útnes.

(Uppfært)
Þá er fimmta nafnið einnig komið fram en Róbert hefur einnig skráð lénið www.ystabyggd.is.

 
 
Hafi lesendur frekari upplýsingar má senda þær til blaðsins með því að smella hér. 100% trúnaði er heitið.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024