Vaxtahækkanir og óöryggi á leigumarkaði
Erfitt hefur verið að fá húsnæði til leigu undanfarna mánuði á almennum markaði og hið sama gildir um félagslegt leiguhúsnæði, samkvæmt upplýsingum frá Sveindísi Valdimarsdóttur, sem er fulltrúi Samfylkingarinnar í Fjölskyldu- og félagsmálaráði Reykjanesbæjar. Einnig hefur húsnæðiskostnaður hækkað töluvert.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að sótt verði um lán til Íbúðalánasjóðs, til bygginga á 20 félagslegum leiguíbúðum. „Nú sem stendur eru um 45 virkar umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði, þannig að umsókn um lán fyrir 20 leiguíbúðum til viðbótar við það húsnæði sem bærinn hefur nú til leigu, kemur ekki til með að fullnægja húsnæðisþörfinni í bæjarfélaginu“, segir Sveindís.
Eftirspurn eftir viðbótarlánum hefur verið nokkuð meiri á þessu ári en áætlað var. Sveindís telur að þá eftirspurn megi rekja til óöryggis á leigumarkaði og hárrar húsaleigu. Fjölskyldu- og félagsmálaráð hefur lagt til að sótt verði um 20 millj. króna viðbótarlán, á þessu ári, til að mæta aukinni eftirspurn eftir slíkum lánum. Bæjarráð er með málið til afgreiðslu.
Umsóknarfrestur sveitarfélaga til að sækja um viðbótarlán fyrir árið 2002, rann út 1. október sl. Fjölskyldu- og félagsmálaráð lagði til að sótt yrði um viðbótarlán að heildarupphæð 200 millj. króna, fyrir árið 2002, í stað tæpra 170 millj. kr. á árinu 2001, og hefur bæjarstjórn þegar samþykkt þá tillögu.
Á síðustu árum hafa vextir af lánum til félagslegra leiguíbúða hækkað úr 1% í 3,5%, sem
leiðir af sér hærri húsaleigu. „Tekjur þeirra sem minnst hafa á milli handanna, s.s. eldra fólks og öryrkja, hafa ekki hækkað í samræmi við aukinn húsnæðiskostnað, svo ekki sé minnst
aðrar hækkanir sem orðið hafa á ýmsum nauðsynjavörum. Þetta gæti m.a. verið ástæðan fyrir því að framfærslukostnaður sveitarfélagsins er umfram áætlun“, segir Sveindís að lokum.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt að sótt verði um lán til Íbúðalánasjóðs, til bygginga á 20 félagslegum leiguíbúðum. „Nú sem stendur eru um 45 virkar umsóknir um félagslegt leiguhúsnæði, þannig að umsókn um lán fyrir 20 leiguíbúðum til viðbótar við það húsnæði sem bærinn hefur nú til leigu, kemur ekki til með að fullnægja húsnæðisþörfinni í bæjarfélaginu“, segir Sveindís.
Eftirspurn eftir viðbótarlánum hefur verið nokkuð meiri á þessu ári en áætlað var. Sveindís telur að þá eftirspurn megi rekja til óöryggis á leigumarkaði og hárrar húsaleigu. Fjölskyldu- og félagsmálaráð hefur lagt til að sótt verði um 20 millj. króna viðbótarlán, á þessu ári, til að mæta aukinni eftirspurn eftir slíkum lánum. Bæjarráð er með málið til afgreiðslu.
Umsóknarfrestur sveitarfélaga til að sækja um viðbótarlán fyrir árið 2002, rann út 1. október sl. Fjölskyldu- og félagsmálaráð lagði til að sótt yrði um viðbótarlán að heildarupphæð 200 millj. króna, fyrir árið 2002, í stað tæpra 170 millj. kr. á árinu 2001, og hefur bæjarstjórn þegar samþykkt þá tillögu.
Á síðustu árum hafa vextir af lánum til félagslegra leiguíbúða hækkað úr 1% í 3,5%, sem
leiðir af sér hærri húsaleigu. „Tekjur þeirra sem minnst hafa á milli handanna, s.s. eldra fólks og öryrkja, hafa ekki hækkað í samræmi við aukinn húsnæðiskostnað, svo ekki sé minnst
aðrar hækkanir sem orðið hafa á ýmsum nauðsynjavörum. Þetta gæti m.a. verið ástæðan fyrir því að framfærslukostnaður sveitarfélagsins er umfram áætlun“, segir Sveindís að lokum.