Vaxandi suðvestanátt
Vaxandi suðvestanátt við Faxaflóa, 8-15 m/s í kvöld. Lægir með morgninum, víða 5-10 síðdegis. Dálítil súld eða þokumóða en rigning í nótt og á morgun. Hiti 1 til 6 stig.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hægt vaxandi suðvestanátt, 5-10 síðdegis en 8-13 í kvöld og nótt. Þokuloft eða smá súld en rigning seint í kvöld. Hiti 2 til 5 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Vestan 10-15 m/s og slydduél eða él en hægari og bjart að mestu austanlands. Frostlaust með ströndinni en vægt frost inn til landsins. ?
Á laugardag: Vaxandi sunnan- og suðvestanátt. Rigning sunnan- og vestanlands, en slydda til landsins. Annars úrkomulítið. Heldur hlýnandi veður. ?
Á sunnudag: Hvöss suðvestanátt og él, en þurrt og bjart að mestu austanlands. Heldur hægari vindur þegar líður á daginn. Kólnandi veður.
?
Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðvestlæga átt með rigningu sunnan- og vestantil, en annars slyddu eða snjókomu. Heldur hlýnandi veður.?