Vaxandi suðvestanátt
Veðurstofan hefur gefið út viðvörun þar sem búist er við stormi (meira en 20 m/s) norðan- og vestanlands í kvöld og fram eftir degi á morgun. Vaxandi suðvestanátt á landinu, 18-25 m/s og rigning eða súld norðvestantil með kvöldinu, en suðvestan- og norðanlands í nótt. Hægari vindur og skýjað með köflum austan- og suðaustanlands. Dregur úr vindi síðdegis á morgun. Hlýnandi veður, hiti 8 til 16 stig á morgun, hlýjast austanlands.