Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp í fyrramálið
Miðvikudagur 3. janúar 2007 kl. 09:11

Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp í fyrramálið

Klukkan 8 voru NNA 18 og 5 stiga hiti á Garðskagavita
Klukkan 6 í morgun var austlæg átt, víða 5-10 m/s, en 13-18 við suður- og suðausturströndina. Skýjað og rigning eða slydda um landið sunnan- og austanvert, dálítil snjókoma á Norðausturlandi, en skýjað með köflum vestantil. Hiti var frá 7 stigum í Skaftafelli, niður í 3 stiga frost á Ísafirði.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-13 m/s, hvassast á annesjum og léttir smám saman til. Lægir síðdegis. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp í fyrramálið, 10-15 og rigning eða slydda eftir hádegi. Hiti 0 til 4 stig

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Austan og norðaustanátt, víða 5-13 m/s, en mun hvassari við suður- og suðausturströndina. Rigning sunnan- og suðaustanlands, snjókoma norðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Lægir og léttir smám saman til í dag, fyrst vestantil. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp suðvestantil í fyrramálið, 10-18 og rigning eða slydda um hádegi, en hægari og úrkomulaust að kalla norðan- og austanlands. Hiti yfirleitt 0 til 4 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024