Vaxandi suðaustanátt með rigningu
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Vaxandi suðaustanátt með rigningu, 13-20 m/s upp úr hádegi, en hvassari á annesjum. Suðlægari, skúrir og dregur smám saman úr vindi í nótt. Sunnan 8-13 á morgun. Hiti 4 til 9 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Suðaustlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s og úrkomusamt einkum um landið sunnanvert. Hiti 3 til 9 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Smám saman vaxandi norðaustanátt með rigningu og síðan slyddu eða snjókomu norðan- og austanlands, en léttir til um landið suðvestanvert. Heldur kólnar.