Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Vaxandi norðlæg átt
Mánudagur 22. maí 2006 kl. 08:17

Vaxandi norðlæg átt

Klukkan 6 í morgun voru NNA 9 á Keflavíkurflugvelli og hiti -0,7 stig.
Klukkan 8 voru N 14 á Garðskagavita og hiti 1.3 stig

Klukkan 6 í morgun var norðlæg átt á landinu, víða 8-13 m/s, en 13-20 austantil. Léttskýjað sunnanlands, skýjað og yfirleitt þurrt vestanlands, en annars éljagangur eða snjókoma. Hiti frá 1 stigi niður í 3 stiga frost, mildast úti við sjóinn.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Vaxandi norðlæg átt, 13-18 síðdegis, en heldur hvassara á sunnanverðu Snæfellsnesi. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, einkum norðantil. Hiti 0 til 6 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Vaxandi norðlæg átt, él norðantil, en hálfskýjað syðra. Norðan 13-20 m/s um hádegi, hvassast austantil og allt að 23 m/s við austurströndina til kvölds, en hvassast vestantil í nótt og á morgun. Talsverð snjókoma eða slydda um landið norðaustanvert, él norðvestantil, en yfirleitt þurrt sunnantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, mildast sunnanlands.

Viðvörun !
Búist er við stormi á Faxaflóamiðum, Breiðafjarðarmiðum, Norðvesturmiðum, Norðausturmiðum, Austurmiðum, Austfjarðamiðum, Suðausturmiðum, Norðurdjúpi, Austurdjúpi og Færeyjardjúpi,
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024