Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vaxandi norðaustanátt
Föstudagur 4. febrúar 2005 kl. 10:19

Vaxandi norðaustanátt

Klukkan 6 var norðaustanátt víða 8-15 m/s norðantil, en hægari á Suður- og Austurlandi. Snjókoma eða él norðan- og austanlands, léttskýjað á Suðurlandi, en yfirleitt skýjað með köflum og úrkomulítið vestantil. Hiti var frá 2 stigum í Hvanney niður í 5 stiga frost í Hjarðarlandi.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu: Vaxandi norðaustanátt og yfirleitt léttskýjað, 8-13 m/s kringum hádegi. Frost 3 til 9 stig. Lægir í kvöld, en snýst í suðvestan 5-10 með stöku éljum seint í nótt og frost 0 til 5 stig.

Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar og sýnir veðrið eins og það á að vera kl. 15 í dag. Kortið var gert kl 19.30 í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024