Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vaxandi norðanátt
Miðvikudagur 22. október 2008 kl. 09:26

Vaxandi norðanátt

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn:  Suðaustan og sunnan 5-10 m/s og rigning eða slydda með köflum. Vaxandi norðanátt í nótt, 10-15 í fyrramálið. Norðvestan 15-23 seinnipartinn, hvassast vestast. Rigning eða slydda, einkum í nótt. Hiti 0 til 5 stig að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur með snjókomu eða slyddu. Heldur hægari norðaustanlands um morguninn, en hvessir þar síðdegis. Víða vægt frost en hiti 0 til 5 stig sunnanlands.

Á laugardag:
Norðan og norðvestan 13-20 m/s norðanlands og snjókoma eða él, hvassast á annesjum norðaustantil, en víða norðan 8-15 m/s sunnantil og úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Minnkandi norðvestanátt, með éljum norðaustantil, suðvestan 5-10 m/s á Vestfjörðum og skúrir, en annars víða norðlæg átt 5-10 m/s og bjartviðri. Áfram fremur svalt.

Á mánudag og þriðjudag:
Útlit fyrir fremur hæga vestlæga eða breytilega átt með dálitilum éljum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024