Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vaxandi austanátt og slydda
Mánudagur 31. janúar 2011 kl. 08:59

Vaxandi austanátt og slydda

Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, 10-15 um hádegi en 13-20 um tíma á Vestfjörðum seinnipartinn og fram á kvöld, hvassast nyrðst. Hægari og þurrt NA-til fram eftir degi. Suðlægari og lægir í kvöld, en áfram hvöss NA-átt á Vestfjörðum. Norðvestan- og vestanátt á morgun, víða 8-15. Él nyrðra, en annars þurrt að kalla. Lægir síðdegis. Hiti 0 til 5 stig SV-til, en annars um frostmark. Frost 0 til 5 stig í nótt og á mrogun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Faxaflói
Vaxandi austanátt með rigingu eða slyddu, 10-18 undir hádegi en hægari suðlæg átt seinnipartinn. Hiti 0 til 4 stig. Gengur í norðvestan 8-15 með éljum á morgun, en hægari seinnipartinn. Kólnandi veður.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi austanátt og slydda, 10-18 um hádegi en sunnan 5-8 síðdegis og rigning. Hiti 0 til 4 stig. Snýst í norðvestan 8-13 með éljum um tíma á morgun, en lægir síðan og styttir upp. Frystir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:

Austan og norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða slydda, en suðlægari og rigning sunnantil eftir hádegi. Vestlægari og él seinni partinn. Frost 1 til 8 stig, en um frostmark allra syðst.

Á fimmtudag:
Vestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og él, en úrkomulítið austanlands fram eftir degi. Gengur í vaxandi norðanátt með snjókomu um austanvert landið síðdegis. Hiti breytist lítið.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir breytilega eða norðlæga vindátt með ofankomu á víð og dreif. Fremur kalt í veðri.